ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

fimmtudagur, júlí 28

ok ok ok..

ég má pirra mig aðeins meira á þessu.. (svo allt búið..lofa)
einhver begyla kemur hérna áðan og kaupir eitt epli handa krökkunum sínum (það vantaði 20kr. uppá svo að ég var bara næs og gaf henni afsl.), hún biður mig um að skera það í tvennt.. nema hvað svo spyr hún " heyrðu geturu sett annan límmiða á hinn helminginn af eplinu?" ég bara.. "ehh til hvers?" .. "æ bara fyrir strákinn minn" .. ég bara.. "ööö".... og hugsaði með mér.. þessi kona er bæði frek og leiðinleg og ég var búin að gefa henni 20. kr afslátt..

allavega.. svo fer hún í litun inná stofu, kemur svo skömmu seinna.. "heyrðu hvar eru börnin sem voru hérna?" ekki vissi ég það því þau voru hlaupandi hérna um og það er barnagæsla á ganginum.. og hún segir svo "vissiru ekki að þú varst að passa þau fyrir mig?" ég svara " nei ég vissi ekki að ég væri orðin barnapía?" og horfi á hana eins og hún væri fáviti.. þú'st.... HVAÐ ER AÐ!! frekjan í fólki stundum er alveg með ólíkindum...
ekki nóg með það..í gær var maður, sem ég hef aldrei séð á ævinni, að biðja mig um að skila því til konu sinnar að hann fór upp að kaupa boozt, ehhh?? ég er ekki að fylgjast með konunni hans allan tímann..og líka, fólk heldur virkilega að ég sé með apótek undir borðinu og ég veit ekki hvað og hvað..
ég ætla að setja upp skilti hérna, "ég er ekki apótek, barnapía, upplýsingafulltrúi eða skilaboðamanneskja, ég bý bara til kaffi!"
maður lærir allavega margt á því að díla við svona vitleysinga.. og það er að maður vill ekki verða svona sjálfur.

eníveis..
ég ætla að hafa það skemmtilegt um þessa helgi.. ég er að fara með önnu b., róbert, eddu og kallinum hennar útá land.. eða austur þar sem á að vera gott veður.
það eru alveg ár og aldir síðan ég fór eitthvert út á land svo að þetta verður örugglega rosalega gaman.

guðrún slúðurkelling er mætt til mín núna í kaffi.. hún hefur aldeilis sögurnar að segja af djamminu.. það er búið að vera ansi tómlegt í slúðrinu síðan hún hætti..

föstudagur, júlí 22


hvaða mynd er nú þetta?

allavega..

ég var að spá.. þar sem að það virðist vera meira af "frægum" karlmönnum en "frægum" konum sem æfa hérna.. eða allavega hef ég tekið eftir mörgum því ég vinn við hliðiná karlaklefanum.. eníveis.. ég er náttúrulega alltaf að spá í þessum köddlum.. og hef velt því fyrir mér hvort að karlmennirnir (t.d. metro-gæjarnir) sem eru í karlaklefunum séu eikkva að spá í þessum "þekktu" karlmönnum.. ekki beint að "spá" en t.d. þegar þeir fara í sturtu saman.. þið vitið.. og svo segja þeir vinum sínum kannski frá því að össur skarphéðins var í sturtunni og segja hvernig hann var.. eða eikkva.. eða jakob frímann.. eða.. sverrir bergmann.. eða.. kári stefáns? :P hehe ojj..
ég hef aldrei lent í því að sjá einhverja "þekkta" konu, allsbera, þegar ég er inní kvennaklefanum.. þannig að ég var bara að spá..en ég spái samt ekki í konum þannig.. (nú fer þetta að líta illa út heheh :D)
en ég efast um að ég fái svar við þessari spurningu þar sem að þessir menn eru mjög sennilega ekki að lesa þetta blogg.

ég lenti í fyndnu í gær...
omg..
ég var að taka til og ákvað að ryksuga í leiðinni.. (venjulega nota ég bara rykmoppuna) .. en svo byrja ég að ryksuga..og ryksuga bakvið rúmið..og allt í einu ryksuga ég eikkva sem stíflar..en ekki átti ég þetta.. því þetta voru karlmanns boxer nærbuxur! ég byrjaði bara að hlæja.. því ég var bara hreinlega ekki viss um hver gæti átt þær eða hvað þær voru búnar að vera lengi þarna.. ég er nú ekki búin að vera mikið að djillast undanfarið.. og ég efast um að frænka min sem var með íbúðina í láni í 2 vikur hafi verið við karlmann kennd í millitíðinni.. svo að ég gaf nágrannanum mínum þær .. iiiidjók :P

allavega.. ég hvet alla sem hafa áhuga að koma með mér á laugardaginn nirrí Laugar og tjútta með mér í ammlinu.. það eru allir rosa spenntir hérna og allir ætla að hafa það gaman á ballinu.

bæ ðe vei..
fyndin grein:

Florida police search for naked tickler
July 21, 2005

NEW SMYRNA BEACH, Fla. --Police say one man could be responsible for a string of bizarre break-ins over four years involving a naked perpetrator who sometimes tickles the feet of sleeping elderly women.

The latest break-ins happened Saturday and Sunday in two separate homes, but investigators suspect the same man is responsible for five similar, unsolved cases reported in the area since 2001.

New Smyrna Beach police ay they've been unable to catch him in part because they haven't had much evidence.
The incidents vary slightly, but most of the victims are over 60, said police Cmdr. Wade Kirby.

Usually the intruder is naked, but sometimes partially clothed, Kirby said. Sometimes he tickles the women's feet, as he allegedly did Saturday night, and sometimes he's discovered and flees before touching them, Kirby said.
Each time the man ran off after being noticed.
Kirby said police know only that the suspect is white, thin and appears young.

"There's not been a lot to go on there," he said.

New Smyrna Beach is 44 miles northeast of Orlando.

hahahah!

miðvikudagur, júlí 20

loksins er komið gott veður..
helvíti gott..
ætli við náum að fá kannski 2 vikur af ekta sumar veðri?

ég er í fríi um helgina.. ræræræææææjjj
og þessvegna langaði mig að benda ykkur á að world class á 20 ára ammli núna á laugard. og öllum er boðið..

semsagt opið hús frá kl 14-17..við erum að tala um allskonar stöff í boði.. öllum er t.d. boðið í sund.. pölsur, ís, bolir og barnaleiktæki.. svo er sálar ball í skautahöllinni kl 23. væri ekki gaman kæru vinir, að hittast öll í góða veðrinu nirrí laugardal og gera góðan dag úr þessu hammli? :D

mánudagur, júlí 18


ég kíkti á snoop kaddlinn í gær, í boði nathan's! (takk nathan).. helvíti voru þetta magnaðir tónleikar!!
aðeins hann hefði getað komist upp með það að vera í fötunum sem hann klæddist.. hehe.. það var doldið fyndið.. en hann var með bling bling mic.. demants mic!
hann tók öll bestu lögin.. gömul og ný.. baaaaaaara kúl :P

annars djammaði ég á laugard... kíkti út með óla frænda.. doldið wírd að fara með honum.. en.. svo hitti ég snorra ofl. og við tjúttuðum aðeins.. svo kíktum við með nonna á nasa.. en vorum sko aldeilis ekki lengi þar því skítamórall var að spila.. *æl*
svo lenti ég í því að einhver gaur var að elta mig útum allt.. ég var ekki að meika hann eftir að hann fór að tjá sig eikkva voða og sagðist eiga 10 mán. gamalt barn..
sko.. mér finnst alveg ágætt að vera síngúl.. en undanfarið virðast bara einhverjir vitleysingar hafa áhuga á mér..
ég nenni því ekkert..!!

fimmtudagur, júlí 14

ég er svo leið þessa dagana..
ég er búin að vera að lesa mig til og senda fyrirspurnir hingað og þangað um hvernig maður fer að því að vinna sem meikupp artisti útí L.A.
það virðist vera doldið mikið vesen..
maður þarf að fara í eitthvað Union og/eða verða aðstoðarmaður einhvers annars meikupp artista og fá þá sennilega ekkert borgað á meðan og vonast til þess að sú manneskja taki mann einhvern daginn undir væng sinn og þjálfar mann. ef maður vinnur freelance hefur maður engan rétt á tryggingum og svo er mikil hætta á því að einhver svíki mann launum osfrv.

þetta er einum of mikið vesen fyrir mig og varla hægt, þar sem ég er ekki einu sinni með atvinnuleyfi eða visa leyfi eða neitt.
ég ætla samt ekki að gefast upp.. það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert svo að draumur minn rætist einhvernveginn.
ég ætla að komast út og fá mér vinnu við eitthvað einhvernveginn til að byrja með því ég get hreinlega ekki hætt að hugsa um hvað mig langar rosalega að fara aftur út og vera þarna.

en þannig er ég bara.. sækist oft eftir því sem ekki er hægt að fá..
uhuh :P

miðvikudagur, júlí 13

hádí hó fólks

ég er komin heim.. eins og þið flest öll eruð með á hreinu kannski..
kaffimessan á fullu eins og venjulega..

en rosalega mikið langar mig aftur út.. það var svo gaman.. og mér leið svo vel þarna.. sérstaklega á ströndinni og bara í góða veðrinu (dónt wörrí ég er ekki að eltast við neina kauða þarna ! :P )
..en ég hef eiginlega ekki getað verið með fæturnar né heilann á jörðinni síðan ég kom tilbaka..
ég er strax byrjuð að plana næstu ferð.. en þá hyxt ég vera lengur..
um að gera að njóta lífsins á meðan maður getur!

mig langar að benda ykkur á myndasíðu5 hjá Viggu, ógó fyndnar myndir af okkur síðan um helgina.
vigga dró mig á papa ball á players það kvöld.. já..erhm :P
en það var rosa stuð og ég flippaði vel yfir mig það kvöld.

ég var bara róleg í gær.. kíkti með snorra á peðsu hött og við fengum okkur sitthvora lillupeðsu.. en snorri fékk sér að vísu stangir sem kenndar eru við brauð fyrst svo að hann varð doldið saddur af þeim.. en ég manaði hann að spyrja afgreiðslustelpuna um "peðsudoddlu" til að setja peðsusneiðarnar 2 í.. en hann þorði því ekki.. þannig að ég fór og bað um bochs því maður tímir nú ekki að skilja eftir peðsö á þessum stað.. nú jæja svo fórum við að glápa á eina ræmu og átum nammi líkt og aldrei fyrr.

ooooooog ég vil líka benda á nýjasta 27. tlb. Vikunnar.. þar er (aftur) smá bjútí tips frá mér og mynd af mér.. líka viðtal við Thellu systir.. reyndar brá mér þegar ég sá annað viðtal við eina myglaða beyglu "!¿/#$?ƒ....en förum ekki nánar útí það.
já, svo er líka viðtal við Birgittu, systir Karenar, þvílík skemmtileg tilviljun þar á ferð :P