ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

þriðjudagur, maí 24

25 dagar í það að ég fari út .. jeijj :)

pabbi spurði mig í dag.. "hvert ertu svo aftur að fara góða?" .. eins og hann vissiðaggi.. djí.. ;) og spurði mig hvort ég væri að fara að hitta eikkva glæpa hyski! :P já einmitt! úff.. :P

annars var ágætis dagur í vinnunni.. ég labbaði í vinnuna í sólinni.. voða næs.. svo var anna b. í kaffimessu hjá eddu .. hún á eftir að standa sig vel í mössuninni í sumar þessi stelpa..heldur betur.. :P
en svo kom anna s. líka seinnipartinn í kaffi&meððí til mín..og viti menn..guðrún litla slúðurskvísa frá snyrtistofunni kemur og er að tjatta við okkur þarna.. og segir okkur frá strák (sem er alltaf að æfa niðurfrá).. alveg metro-týpa af verstu gerð..(með demantslokk í öðru eyranu..brúnku dauðans og öllu tilheyrandi). Hann var víst að athuga með brasilískt vax.. og anna s. kemur með pælingu.. hvernig það sé eilla þegar strákar fara í svona.. júnó.. ðe ball-skin ..hehe..og sú pæling þróaðist útí það að allt færi bara af stað og 2 litlar kúlur myndu bara poppa út og skoppa um á gólfinu.. svo væri hann bara eftir á.."hey hvor var hægri og hvor var vinstra megin?" vá .. ég dó úr hlátri.. :P
doldið sikk pæling..en..kannski sona jú-had-tú-bí-ðer... erhm..

föstudagur, maí 20

Ég verð stundum bara orðlaus yfir því hvað sumir kúnnar hérna geta verið van..
það er t.d. ein kona sem kemur oft og biður um einn "kappatínó"...erhm..en..hún virðist samt halda að hún hafi meira vit á kaffigerð heldur en ég (þó að hún kunni ekki einu sinni að bera rétt fram Capucino).. því hún spurði mig um daginn afhverju ég blandaði mjólkinni svona við kaffið.... Það á að gera þetta svona helv. beyglan þín!!! ég meina.. átti ég að láta hana hafa kaffið og mjólkina í sitthvoru lagi??
Svo er önnur kona sem kemur á barinn BARA til þess að nöldra og setja útá allt.. spyrja afhverju við gerum svona.. en ekki hinseginn.. og afhverju við erum með þetta en ekki eitthvað annað.. þú'st.. farðu eitthvert annað nöldurskjóðan þín!!!! ég get orðið svooo pirruð þegar þessi kellliiiinngg kemur..
en svona fólk er víst víða.. ég er fegin að vera ekki ein af þeim!!

Annars brá mér doldið áðan þegar Helgi minn X kemur á barinn og heilsar mér.. þá var hann að fara í klippingu til Thellu. Hann giftir sig 11. júní og verður svo pabbi í byrjun okt. sem þýðir að eitt stk. vog er á leiðinni.

EEeeeeníveis.. það var stuð hjá Önnu B. í gær.. mér var boðið uppá ljúffengan kjúllatortilla og svo var horft á júróvisjon forkeppnina.. ég verð nú að segja að dansinn hennar selmu var ekkert spes.. og þegar þær lágu þarna á gólfinu eins og veiklegir fiskar.. njeee.. lagið átti samt algjörlega heima í keppninni frekar en mörg önnur lög þarna sem voru sum alveg horror.. en við ætlum bara að halda með Norge! Heia Norge segjum við!!
Splatterinn gekk líka vel en ég náði bara að gera smá á Önnu S. og Róbert..
meira á leiðinni á næstunni í næstu splatter heimsókn.

Annars er ég bara svo endalaust glöð þessa dagana.. búin að vera með pálmatré í augunum og bráðum blasir við gömul æskuslóð...rææræræææææ ;)

fimmtudagur, maí 19

Góðan og blessaðan daginn
ég hef nú barasta ekkert getað bloggað því bloggið mitt er búið að vera eikkva bilað og ég veit ekki hvað og hvað..
en margt hefur gerst síðan síðast.. eða.. ekkert neitt voða bara smá..

ég hef verið að vinna líkt og vindurinn.. var með miðgetann önnu b. hérna í kaffimessu og kaffimössun og hún verður afleysingjarinn minn í sumar..
því........ að..... ég.... er að fara ... í sumarfrí..... tiiiil.....
daddararaaaa...

SAN DIEGO!!! (california)
..semsagt fyrir þá sem ekki vitaða.. en ég held samt að flestir vitaða núna.. en ég er semsagt búin að átta mig á því að ég er að fara.. þetta er ekki of gott til að vera satt.. ónei.. ég fer 18. júní og verð í rúmlega 2 vikur .. ég get ekki beðið.. :D sjóðandi sól, risavaxnar strendur, sólsetur á La Jolla, Balboa garðurinn, skrilljón pálmatré, bjór, kokteilar, Catalina eyjan, L.A., þæduð sgváguð þem baumméð tiþþín í heimþóggn, og bara loksins almennilegt frííííí ! .. já.. þið megið sko alveg öfunda mig ;) muahahhahaaha

eeen annars.. í kvöld fer ég til önnu b. og ætla þar að gera smá splatter á liðið.. hún er búin að vera að hreinsa líkt og vindur um fingur nokkur kjúklingabein fyrir mig sem ég mun nota í splatterinn m.a.
það verður gaman ójá ójá skal ég sko heldur betur segja ykkur.

áfram selma.. mér finnst kjóllinn þinn ekkert skrítinn! mér finnst hann mjög flottur! í alvöru! ég skil ekki hva fólk er að pæla eikkva í þessu dressi svona mikið.. maður hefur nú séð margt hallærislegra hjá hinum keppendunum!

rææræræ...

Einnig vil ég óska henni Helle, Danmerkur vinkonu minni, innilega til hamingju með daginn. Gleðileg börðdei dag kjære Helle mín!

laugardagur, maí 7


"let me hear you say.. this shit is bananas.. B-A-N-A-N-A-S!"
ég diddla mér líkt og banani við þetta schnilldar lag.. *djillídjeeeiii*

En í dag fór ég á Kjarvalsstaðar listasafnið, þar var nebbla Ísak bró að sýna eitt verkefnið sitt og var einn af mörgum þar sem eru að útskrifast úr LHÍ. Bendi á myndir á myndasíðunni minni (í vinir&fjölsk) :P

Annars fékk ég óvænt símtal frá Herglinum í dag þegar ég var að rúnta með Önnu S. nirrá Kaffibrennsluna. Hann bauð okkur skvísunum í teiti til sín í kvöld.. og við ætlum að kíkja þangað.. það verður eflaust eikkva fyndið ;P

þriðjudagur, maí 3

Helgin var hin hressasta:)

Mæja systir min hélt uppá 50 ára ammlið sitt.. já ég segi 50 ára! og megi hún lengi lifa! húrra húrra! Ég mætti þarna aðeins fyrr og farðaði hana og hún var nú meiiiri pæjan :P svo komu vinkonur hennar ofl ofl og það var tjúttað líkt og viiindurinn fram á rauða nótt.. eða.. tja.. þær tjeddlurnar voru duglegar að tjútta á meðan við í yngri kanntinum fylgdumst vel með ;) þetta var alveg æðislegt party. Svo kom Vigga í lokin og við tjúttuðumst nirrí bæ.. ég var orðin aansi helluð þá og vissi varla af mér.. en þetta var frábært kvöld.. og ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá kvöldinu sem þið megið endilega kíkjá.

Thella kom heim frá Búdapest í dag og ég fékk smá glaðning.. já Hello Kitty glaðningur :D

annars er ég búin að vera svona aðeins að plana sumarfríið mitt.. ójá.. það er sko verið að plana "líkt og v..." þið vitið hvað.. :P en það kemur í ljós síðar :P


ræærærææ ;)