ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

föstudagur, ágúst 26

jæja þá er maður loks í smá pásu frá suðurnesja-hollywúddinu :P
það er búið að vera rosa stuð..sprengjur og læti..og ég hef kynnst frábæru fólki þarna sem og rosa kúl meikupp artistum frá ell ei :)
meðal annars eru þau Jay, Gabriel, Zoe, Eryn og Tania ...öll alveg gríðarlega hæfileikarík.
það eru allir rosa almennilegir þarna..en maður sér mikinn mun á t.d. ameríkönum og íslendingum.. (flestum að minnsta kosti).. því ameríkanar eru svo kurteisir og heilsa manni hægri vinstri..en íslendingarnir sumir eru voða hljóðlátir og með þennan svip.. þið vitið.. "eh hver er þetta eilla.. ohh ér svo kúl að vera hérna skiluruuuu.. omg ég fæ bara exem í heilann".
annars er clint hinn rólegasti og bara rosa fínn kaddl.
maður á eftir að sakna þess að vera þarna.. aðallega hva maður fær alltaf gott að borða ;) tíhíh.. en það fer bráðum að sjást á mér hvað ég ét mikið þarna svo að þetta fer að verða ágætt bara.. :P

eina böggið samt er veðrið.. helv. sandrok alltaf og maður er alveg ónýtur í augum og hálsi :/
samt þess virði!
harrrrr harrrrrrr!

annars verður næsta vika forvitnileg..
reyndar bömmer að tökurnar skulu klárast þá svo að þá fer maður að kveðja liðið.. :(
en svo er pabbló kunningi minn að koma til íslands á þriðjudaginn svo að það verður örugglega gaman og vonandi eikkva tjútt þá þarnæstu helgi.. leyfa honum að fá smjörþefinn af íslensku næturlífi... :P
vonandi flýr hann ekki tilbaka til suður-ameríku eftir það.. :P
..nenei.. jú hef tú lov it maður!

étla kannski að kíkja með stubbunni til snorra hergils í kvöld.. hann er með kveðjupartý því hann er að fara í til úgglanda í leiklistarnám ..

og já bæ ðe vei.. þessi "þædi sgváguv" sem ég minntist á síðast.. blehhh!!!!!! hnuss á hann bara.. hnuss segi ég og skrifa.

miðvikudagur, ágúst 10

geeeevöööþ hva mélangar að fara að sjá hann seth í kvöld á gauknum, hann er með prince tribute tónleika!!! en ég kemstiggi því ég á ekki aur með ryki :( oooog það er ðoþa þæduþ og góðuð þgváguð að koma í heimsókn til mín í kvöld..*roðn* :)
það gerist nú ekki oft á mínum bæ.... haaaa :P .. en ég hef á tilfinningunni að það eigi eftir að gerast oftar á næstunni :P tíhíhí... *hint*

eníveis.. það verður spennó á morgun.. því ég er að fara á fund á nordica og hitta liðið sem ég er að fara að vinna með :)
kannski verður herra austurviður þarna :P

en jæja gott fólk..
ég kveð að sinni..sem og ég geri
vissj mí lökk :P

mánudagur, ágúst 8

það er svo gaman hjá mér þessa dagana :) ..
ég er búin að fá draumadjobbið og er alveg rosa spennt yfir því..

en ég átti skemmtilegt kvöld í gær..
ég hitti Kristinn og einn félaga hans..
við gerðum nokkrar splatter myndir sem Kristinn tók og þær heppnuðust vel, það eru nokkrar myndir á síðunni hans, sem og á þessari ljósmyndasíðu, þar er linkur sem kallast "heldriver í ræsinu!"..doldið neðarlega..

en ég er með spurningu.. aþþí snorri á ammli um helgina og ég veit EKKERT hvað ég á að gefa elsku kallinum..
hugmyndir eru vel þvegnar !

laugardagur, ágúst 6

gleði gleði gleðidagur



þið þekkið þennan mann.. og ég er að fara að vinna með honum!

einn af meikupp gaurunum hringdi í mig í dag og sagði að þau þyrftu mína aðstoð við að gera blóðskrámur og sár ofl. skemmtilegt :D svo að ég á að fara að tala við hann á mánudaginn..

föstudagur, ágúst 5

vissuði að "bad" lagið með michael djakkson var sýnt svona.... 5795 sinnum í gær og í dag á rúv :P hehe .. einhver hefur óvart ýtt á repeat takkann á því myndbandi..

hmm..annars hef ég ekki mikið annað að segja..
étla kíkja á geij prædið með stubbu og önnunum á morgun eftir vinnu..
það verður örugglega schvaka schtuð! :P
geij for a deij jibbíjeij

miðvikudagur, ágúst 3

já góðan og blessaðan daginn

ég fór í viðtal í dag útaf clint eastwood myndinni .. það var hringt í mig og ég bara dreif mig .. en ekkert víst enn.. þeim leist vel á mig svo að ég bara krossa fingur :D vona að ég fái að sminka líkt og vindurinn með clintanum :P
allir að krossa puttana! :P

annars er bara allt gott að frétta..
ég hjálpaði stubbunum (ásamt fleirum myndarlegum drengjum) að flytja í gær nirrá leifsgötuna þar sem þau ætla að hreiðra sig í framtíðinni.
til hamingju stubbar!
það var rosa gaman að fá að vera með og svo fengu allir peðsö og bííjór eftir á.
svo var lítil sæt kisa fyrir utan allan tímann og allir voru að klappa henni en hún virtist vera eikkva villt greyjið og vildi ekki fara :( vonandi hefuru fundið réttu leiðina heim lilli sæti kisi.