ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

miðvikudagur, desember 29

já gleðileg jól öll sömul og sæl á ný.. hef ekkert verið að blogga nýlega því ég hef bara ekki verið að gera rass í bala og svosem ekkert nýtt að frétta.. hmm..
addlavega..
jólin voru rosa róleg bara.. skrítið að vera ein um jólin.. (senst ekki með neinn kæðaþta...) en.. ég var annars bara hjá mömmu og pabba í algjöru tjilli um jólin.. svo flakkaði ég aðeins á milli systkinanna í smakk og sonna.. það var bara rosa næs..

já annars bara náði ég aðeins að djamma á þorláx með stubbu, skúbba og snorra... þeir strákarnir elduðu alveg þrusugóðan saltfisk með tilheyrandi og svo var það hátíðarkaffi og meððí eftir það.. ásamt ágætlega miklu magni af áfengi sem leiddi til þess að við fórum í bæinn.. man ekki alveg restina.. en..

um áramótin þá mun ég vera hjá Ísak bró og þar verður sko aldeilis klikkó gott að borða.. svo ætlum við til thellu og skjóta kettum sem kenndir eru við rak uppí loftið fríska.... veitiggi hva framhaldið verður.. allskyns skemmtanir í boði.. en á bara eftir að ákveða.. hvað ég geri.. hvað það verður.. veit þó enginn..

en annars held ég að ég segi þetta bara gott í bili á ári þessu númer tvöþúsundogfjögur og vona að allir hafi það gott á gamlárs og hittumst hress í þeim á nýju ári sem kennt verður við töluna tvöþúsundogfimm. ;)

gó kuuuureeeiisí!!

laugardagur, desember 18

andskotans helvítis djöfulsins helvítis.......

laugardagur, desember 11

Ég fór á tónleika í gær með henni Siggu, Karen var memmér og hann Njáll var líka:) .. það voru s.s. útgáfutónleikar Santiago, þetta voru alveg frábærir tónleikar og Sigga söng ekkert smá vel.. fékk alveg gæsahúð!

en svo eftir tónleikana fór ég með Siggu og þeim á Rosenberg.. en nenntum ekki að vera lengi þar svo að við fórum á Hressó.....kemur á óvart :P
en svo hitti ég allskonar fólk og það var obbossla gaman.. hitti m.a. nokkra breta sem eru í einhverri breskri hljónst.. maniggi hva hún heitir...hmm... en ég var allavega að spjalla lengi við bassaleikarann og þeir vildu fá mig með að sýna þeim einhverja kúl staði.. en managerinn þeirra vildi að þeir færu snemma heim á hótelið því þeir voru víst að fara í myndatöku snemma í morgun. En við röltuðum áleiðis niðreftir og þeir vildu fara inná næsta stað að fá sér einn bjór.. og sá staður var Victor..mesti trailor trash staður fyrir utan Smelly's.. og ég sagði þeim það en þeir vildu samt fara þangað inn til að sjá þetta skrýtna lið.. ég fór svo að segja þeim frá ísl. orðatiltökum og þýddi nokkur yfir á ensku og það fannst þeim mjöög fyndið...

miðvikudagur, desember 8

Takk fyrir samveruna minn kæri Saab
..þín verður sárt saknað..
En nú er þinn tími kominn til að hvíla þreytta vél og lúnar bremsur..
Þú hefur svo sannarlega staðið fyrir þínu í vor/sumar/haust.. verið kúl áðí og bjargað mér heilmikið.

Blóm og áfengi vinsamlega vel þegið til minningar um minn kæra Saab.

Megir þú hvíla í friði.

mánudagur, desember 6

yes here!
þetta var ekkert smááááááááááá ljúffengt í gær.. og rosalega flottur matur.. við vorum örugglega klukkutíma bara með forréttinn :) en þetta var svona til að byrja með blanda af "artý" sushi...eða s.s. nokkrar tegundir af hráum fiski borið fram á pínu artý-legan hátt..mjööög flott..og svo fengum við dúfu bringu.. það var mjög skrítið...en samt mjög gott.. svo var hreindýrakjöt..og hangikjöts karpatsjó ásamt besta kúskús sem ég hef á ævinni smakkað.. túnfiskur..lax..kolkrabbi..saltfiskur.. bara ótrúlega gott :)
og þvei méð þá hann þtefan þtóð þig vel við að afgðeiða okkuð ;)

greyjið elsa mín strauk aftur að heiman og helgi hringir í mig og segir mér að hún sé hjá honum.. ég veit ekki hva ég á að gera með hana.. er nú aldeilis ekki vond við hana elsu mína.. :( en hún bara virðist flippa yfir sig stundum og fara heim til hans.. étla kaupa eikkva gott að borða handa henni og vera kannski aðeins meira heima..

eníveis.........

föstudagur, desember 3

Ég hef verið aftengd við netheiminn heima því ég var að kaupa mér nýja tölvu og Stebbi ætlaði að koma og setja hana upp fyrir mig en það mun vonandi gerast í kvöld þannig að þetta fer allt að koma :)

Ég er að spá í að fara aðeins út í kvöld með henni Júlíönu.. hún flytur á Hornafjörð á sunnud. með litlu Ísfold ..það verður leiðinlegt að hafa þær ekki í bænum lengur :( en hún sagðist ætla að búa þarna í ár og svo flytja aftur í bæinn..

Méhlakkar samt ógó mikið til á sunnud. því þá ætlar Njáll að bjóða mér út að borða á Sjávarkjallarann :)