ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

fimmtudagur, febrúar 23

Nú finna eflaust flestir fyrir fimmtudagsfílíngnum góða..
Ég er svo heppin að finna mjög mikið fyrir honum á þessum degi, því ég á nefninlega frí á föstudögum í vinnunni ;)
Ég er svo glöð að það sé kominn fimmtudagur.. því ég er búin að vera að klepra í vinunni undanfarna daga..*klepr klepr*

Ísidór ætlar kannski að gista hjá mér í kvöld..hann er nú meira krúttið..
og drengurinn bara orðinn "frægur"! :P ég er alltaf að sjá hann í auglýsingunni frá KFC sem er í gangi núna í sjónvarpinu (þegar gellan og gaurinn eru með börnin tvö í endanum)..það eru semsagt Ísidór og Abela litla..

Ég er svo að fara í baddnammli til Karenar á sunnudaginn, hann Estefan litli krútti verður eins árs! wohoo!

Maður á eftir að sakna allra barnanna þegar farið verður "down under".. *sniffsniff*
En thank god fyrir barnaland :P

þriðjudagur, febrúar 21

Jæja best að hlýða Önnu S! ;) ..sem og ég geri

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Pizzudeliverí gella hjá Pizza Slött
2. Bakarísmella hjá Bakarí sem kennt er við Bernhöft
3. Lagervinna+sendingar
4. Aðstoðarkona við erfðafræðirannsóknir

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1. Matrix (Hello Mr. Andersen...)
2. Lord Of The Rings (..my pweeesjjuuuus)
3. Dumb And Dumber (..do u wanna hear the most annoying sound in the world?!)
4. Happiness (..I came!!)

4 staðir sem ég hef búið á:
1. Noregi
2. USA
3. Ítalía
4. Danmörk

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Þýskaland
2. Spánn
3. USA
4. Prag

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar vel:
1. Lost
2. Malcolm In The Middle
3. Friends
4. Sex And The City

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. mbl.is
2. google.com
3. myspace.com
4. meiköpp síður

4 matarkyns sem ég held uppá:
1. Sjávarréttir
2. Salöt
3. Pizzur
4. Indverskir réttir

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Hinu megin á hnettinum með ástinni minni
2. Á sólarströnd með kokteil
3. Uppí rúmi að kúra með Elsu
4. Að versla í risa molli með fullt af pening

Skora á snúllu, stubbu, viggu og möggu!

mánudagur, febrúar 20

éáttammælígær - éáttammælígær - éáttammælígææææær - éáttammælígær:P
jeiiijjj!!

Ég skemmti mér alveg þvílíkt vel í nýja ammlis dressinu mínu!
Langar að þakka þeim sem komu á laugard.!
þetta var tremma kúl og allir voru í brjáluðu stuði!
á föstudagsmorguninn fékk ég óvæntan pakka í póstinum frá ást-ralanum mínum :) í honum var m.a. krúttlegasta ástar-bók sem ég hef á ævinni séð! og box með rósar blöðum af rós sem ég sendi honum einu sinni gegnum sona net-blómaheimsendingar þjónustu..en svo á laugard. fékk ég m.a. sechsí naríur, kokteilhristara, djúlerí, áfengi, pééning, kjól..þakka innilega fyrir!
en kvöldið endaði með því að ég og thella sofnuðum í sófanum hjá önnu b. og svo var bara haldið heim.. :P
týpískt!

svo í gær þá bauð bróðir minn mér í sushi frá Maru!! geðveikt gott..
við gláptum svo á "the anchorman" og hlógum og hlógum!
þannig að þetta var bara góður endir á góðum degi..

þriðjudagur, febrúar 7

Bíllinn minn er til sölu og hér sjáiði mynd af glæsikerrunni!
Mitsubishi Carisma GDI

(lesið eins og Ilmur í atriði úr "stelpunum")'98 ek. 105þús. beinsk. rafm. áhv.192þús.
Hann er alveg eins og nýr að utan sem og innan.
Ef þið vitið um einhvern sem er að hugsa um bílakaup plíís bendið á mig! :)

sunnudagur, febrúar 5


ómægad ég vona að hún komist áfram í júróvisjon :P mér finnst hún allavega skárri heldur en hinir sem halda ekki einu sinni réttum tóni né syngja lag sem er skemmtilegt.. hundleiðinleg þessi lög sem hafa verið.. *pirr*

en jæja..
smá svona..til að drepa tímann :P

1. Hver ertu?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það?
7. Lýstu mér í einu orði?
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eikkað, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað að segja mér eikkað en ekki getað sagt það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

eníveis..ég átti ánægjulega, jafnframt rólega helgi, var með hann ísidór á föstud. og við gerðum ýmislegt saman. Við kíktum m.a. til kisufólksins Emiliju og Zico til hægri og sést í Emiliju rétt fyrir ofan (s.s. fólkið sem á kærasta Elsu) og vorum í mat þar, svo fór ég til thellu að lita á mér hárið (það er pínu dekkra núna sko!), við horfðum líka á idol og hann Ingó sæti (ungi) nágranni minn komst nú enn og aftur áfram! í gær var ég hin latasta..ég kíkti örlitla stund til thellu en svo fór ég heim, keypti mér nammi á nammibarnum (síðasta skiptið!), svo ákvað ég að búa til sushi bara handa mér, sem og ég gerði, en svo þegar ég var að byrja að rúlla þá fattaði ég að wasabí-ið mitt var búið :( en þetta var samt ágætt. svo varð ég svo sybbin að ég sofnaði bara um 9 leytið og vaknaði þegar chris hringdi í mig um miðnæti... ég sakna hans svoooo mikið :'(
en tíminn líður hratt..og áður en ég veit af verð ég á leiðinni út til hans.. :)

fimmtudagur, febrúar 2

pff.. mér líst nú ekkert á þessi flugfélög hérna..
british airways er nú bara að djóka í manni..maður er annaðhvort bundinn því að bóka fram og tilbaka MEÐ hóteli..eða bóka báðar leiðir án hótels þá kostar þetta alveg jafn mikið og að fara með flugleiðum.. jiminn eini sko..
og þeir fljúga ekki einu sinni á heathrow héðan heldur til gatwick sem ég veit bara ekki hvar er einu sinni. en pæliði í þessu.. ég fann ferð til ástralíu frá london á 40þús kjeddl með mjög virtu flugfélagi.. en ein skitin ferð til london héðan kostar meira en helmingurinn af því verði! HNUSS HNUSS segi ég og hnussa.

já...svona er þetta nú. þið skulið bara átta ykkur á því :P
eníveis.. ég fer til thellu á föstudaginn og ætla að lita á mér hárið! ég er alveg komin með grænar bólur í hárið mitt núna og langar annaðhvort að lýsa það mikið eða dekkja það mikið. svo... annaðhvort.. ! :P it will come into light ;)

annars gengur vel að losa mig við dót! stubbumamma fær rúmið, einhver strákur útí bæ keypti tölvuna af mér svo að þá er bara þetta eftir sem ég nefndi í gær. vei veiiii :)

en jæja..
ég er enn í vinnunni og klukkan er að verða seejjööö...
best að drífa sig í mat.. hvað ætli sé í kvöld..fituslepjusósa og grísasnitzel í 5 kg af raspi? mmmmmmmmmmmmmmmmmm!

miðvikudagur, febrúar 1

ójá hvað ég ætla að fara út.. ójá segi ég og skrifa..
mig langar þess vegna að benda á að ég þarf að fara að losa mig við eitthvað af dótinu mínu, s.s. gefa og selja, og mun það einnig hjálpa mér að láta drauminn rætast, þannig að ef ykkur skyldi vanta eitthvað eða vitið um einhvern sem gæti vantað eitthvað af þessu þá megiði endilega láta mig vita.

það sem er til sölu er:
rautt kvenmanns fjallahjól með körfu framaná úr Markinu = 8.000
nýlegur ikea svartur lay-z-boy = 15.000
sem og bíllinn minn, mitsubishi carisma '98 er líka til sölu á 550þús kjeeeedddll! ;)

gefins:
hvítt ikea borð (hægt að nota sem eldhúsborð eða skrifborð)
eldhús dót (pönnur/grátt ikea diskastell/glös ofl.)
grænn geisladiska standur

já þannig er nú barasta það sko :P
ma ma ma maaa maaa þarf bara að losa sig við þetta!
en eins og flestir vita þá fer ég alltaf vel með það sem ég á (er doldið klín frík) þannig að allt mitt dót er í góðu lagi..