ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

þriðjudagur, apríl 24

nú er blogg systemið á dönsku og þarf ég þá að byrja á að gera nýtt innlegg! hehe
ég held að thella sé að gefast upp á að læra dönskuna því ég fæ hláturskast þegar hún reynir að tala málið hehe það er svo geðveikt fyndið!!! :pPppP

Púheeh, eins og sagt er á góðri dönsku, en ég var að koma heim og búin að vinna trekk í trekk 10 tíma vaktir, annar eins dagur á morgun! en ég hugsa bara um feita launaseðilinn minn....hann ku vera hugge..

Það var ýkt sætt þegar ég kom úr vinnunni í gær og Abela tók á móti mér og sagði "diss aðða baka!!!" (chris var að baka) og þá voruðau búin að baka möffins..með prinsessu skrauti..hehe..hún kallar hann alltaf diss.. :P geðveikt leiðinleg!! iii ;)

En talandi um, þá er chris að fara í vinnu prufu hjá þeim í Þvottahúsakaffihúsinu..Weisappel og co. þurfa víst eikkva á drengnum að halda og hann á að byrja á mánud. ...Ég held að þeir séu að fara að opna þriðja staðinn.. en ætla nú ekki að fara að byrja með eikkva slúður..svo ég endurtek..ég HELD.......

eniveis...Það er mikill léttir og ég held ég sé að léttast...
samt væri nú týpískt að ég yrði óléttt! HAHA.. allir óléttir eða búnir að létta á sér..

Mikið verður gaman að kíkja heim í heimsara! ég get þó ekki sagt hvenær það verður því ég er að reyna að vinna eins mikið og ég get.. En.. svo er líka þetta með atvinnuleyfið hans chris.. við höldum nebbla að hann megi ekki fara úr landi á meðan hann er að bíða eftir leyfinu.. svo að.. erhm..þetta er doldið snúið mál..

En þið getið nottla komið hingaaaað....haa......
júlíana búin..magga er kannski að koma.. bróðir minn er kannski að koma..vera pera er að koma..hverjir fleiri?!?!? rétt upp hendi! ;D

þriðjudagur, apríl 17

Talandi um Idol tvífara..
ég og chris fórum í bátsferð síðustu helgi hérna í kringum Kaupmannahöfn, og tourguide'inn var ALVEG EINS og Ingó í Idol sem var nágranni minn í Hvassaleitinu. Alveg eins taktar m.a.s!

Okkur gengur vel að koma okkur fyrir hérna.. það er búið að kaupa allt.. Það kom gestur í síðustu viku og hann setti allt á visa! :O

Ég hitti Olla í gær! (Olli vinur Snorra..) gaman að hitta einhvern svona óvænt..
En það var senst Stuhr hársýning í einum sal þar sem ég er að vinna og hann var með sitt hárgreiðslufólk þarna að fara á þessa sýningu. Það var þriðji í bjór hjá þeim og allir voru í góðum fílíng.. Ég var að afgreiða bjór ofl fyrir sýninguna og mér leið eins og hálfvita í geðveikt ljótri skyrtu (sem er 3 nr. of stór) með svuntu (öll í slettum) og sveitt því það var brjálað að gera og mig langaði mest að kíkja bara í bæinn með þeim eftirá! En nottla ekki í því átfitti hehe :( En hann var rosa ánægður að sjá mig og ég vona að kveðjan frá mér nái til Snorra bráðum.

Annars getiði kíkt á nýlegar myndir frá Ástralíu og Thailandi á myndasíðunni minni :P

fimmtudagur, apríl 5

Nú erum vid aftur komin i sveitina, verdum hér yfir páska.
Thad er svo gaman ad sjá Abelu núna thví hún er farin ad tala svo mikid og thad er svo krúttlegt..thó er hún enn algjør frekja ;P hún kann ad segja Lúlú og Chris.. *awww* og nottla fullt af ødrum ordum! :P
Ahhhh Thella var ad klippa mig.. algjør snilld.. hef ekki farid i klippingu sidan i ágúst thegar eg fór í ástraliu.. thannig ad hárid er ordid ansi sítt..en hún thynnti thad bara nuna.. og fann m.a nokkur grá hár..erherm!

allavega..
Vid erum ad flytja... AFTUR! hehe.. en i thetta skipti inní RISA íbúd á Vesterbro.. alveg rétt hja Istegade og Tivoli. Vid førum i bæinn med fullan bíl af dóti hédan á laugardaginn og ætlum sumsé ad búa saman tharna, ég, Chris, Thella, Abela og Ísidor.. thad verdur spennandi! haaa ;P nóg af plássi líka ef einhver er ad spá í ad kíkja í góda vedrid!
Ísidór er núna heima thví hann vildi klára skólann og svo fer Thella heim í maí ad sækja ýmislegt og ganga frá ýmsu og svo koma thau tilbaka hingad.

Thad var gaman ad sjá Júlíønu, en hún er farin heim..thad voru 15-16 stig á medan hún var hérna.. en núna hefur hún tekid góda vedrid med sér tilbaka thví thad er rok og rigning :/
vid kíktum út eitt kvøldid a Ghostigital sem var ad spila i Christianiu, thad var nú meira ruglid.. :P og ég kann ekki ad djamma lengur.. thad er heldur ekkert gaman thegar madur kann thad ekki thannig ad tha gerir madur bara minna af thvi og thad er bara gott..

eniveis.. ég er loksins sátt i vinnunni og var ad vinna 3 daga i thessari viku og svo byrja eg aftur eftir páska.. Thad er ný yfirmanneskja, hún er færeysk og vid erum algjørar vinkonur..! og svo eru 2 nýjar adrar og thær eru gigt fínar líka.. svo mikill munur ad hafa gódan móral..

eniveis..
ég segi bara gledilega páska og gledilegt nýtt ár..

*knús*