ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

föstudagur, október 28

jæja.. enn eitt annað "klukkið" :P
í þetta sinn var stubba að klukka mig..
en svona hljóðar þetta:

1. Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
* Vera á eyju í 1-2 mánuði og drekka kokteil á hverjum degi á ströndinni og horfa á sólarlagið.
* Ferðast um allan heiminn.
* Smakka sem flesta þjóðarrétti.
* Verða rík og pínu "þekkt".
* Eignast 1-2 börn.
* (sammála stubbu og hermi)Fara til Ástralíu og klappa Kóalabirni og fara í Euqalyptus-vímu með honum.
* Búa í skútu og sigla um í heitum sjó og synda með fiskunum, langar mjög að synda við hliðiná hval.


2. Sjö hlutir sem ég get:
* Strekkt tásurnar út.
* Ropað einkennilega.
* Breytt venjulegri manneskju í skrímsli.
* Búið til ótrúlega gott kaffi.
* Spilað á gítar.
* Búið til sushi.
* Dundað mér geðveikt lengi.

3. Sjö hlutir sem ég get ekki:
* Get ekki flogið flugvél.
* Get ekki horft á íþróttir.
* Get ekki borðað slímugan mat eða fitu á mat.
* Get ekki búið lengi á sama stað.
* Get ekki verið í kringum neikvætt fólk.
* Get ekki verið lengi úti í kulda.
* Get ekki vaknað á morgnana.


4. Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
* Sérstakt útlit
* Augu
* Hár - á höfði, andliti og bringu
* Klæðnaður
* Starf
* Húmor
* Áhugamál


5. Sjö frægir sem heilla:
* Mary J. Blige
* Drew Barrymore
* Hemmi Gunn
* Keanu Reeves
* Yoda
* Barbapabbi
* Norah Jones

6. Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:
* Ka sajara
* Elsa mín
* Ja hérdenna
* Mkeeyyy
* Ræærærææ
* Ertiggja kidda mig
* Æjhh

7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:
* Ísidór frændi minn
* Myndavél
* Ljótt listaverk
* Síminn minn
* Tómt glas
* Bleikar myndir
* dvd mynd

já þarna hafiði það :D
helvíti hressandi ;)
en étla klukka önnu s, pabló, hallveigu, karen og júlíönu.

fimmtudagur, október 27

ég er orðin voða löt við að blogga..
enda er ég ekki með netið heima né í vinnunni þar sem ég er ekki lengur að vinna á kaffibarnum góða..
en nú er ég hjá brósa og komst aðeins á néétið til að láta ykkur vita svona hvað er búið að vera að gerast..
ég var senst að farða fyrir auglýsinguna og það gekk vel..við vorum stökk í eyjum yfir nótt því það var ófært tilbaka í bæinn.. en það var bara tekið smá djamm á hótelinu þannig að þetta var bara stuð.. svo daginn eftir fór maður í þynnkunni í pínómínó flugvél og það sást lítið út fyrir þoku..aaaldrei aftur! ég sat stjörf allan tímann og hélt fyrir eyrun því það voru svo mikil læti :/ þá var litla uns doldið hrædd :(

nú svo var ég með námskeið fyrir leikhóp MH og kenndi krökkunum þar leikhúsförðun.. það gekk líka rosa vel.. :)
mér fannst ég doldið kúl þegar ég var að sýna þeim hvernig á að nota gerviblóð og gera sár.. þau voru alveg "auujjJ!!! kúúúl! djöddl eridda töff!" :P tíhíh

eníveis..
en í næstu viku byrja ég í nýrri vinnu..eða..gömul/ný.. :)
it vill komm intú læt.. :P

en já..étla fara að fá mér að éta..ég held að það verði doldið í næsta blogg þannig að þið verðið bara að bíða róleg! :P nú þið getið þá bara skoðað önnur blogg..eða..lesið þetta yfir nokkrum sinnum..

sjáumst..skiluru..

miðvikudagur, október 12

jæja meiri meiköpp vinna handa unnsunni..
er að fara að farða fyrir auglsýsingu næstu 4 daga..
svo skilst mér að ég fari einnig til vestmannaeyja á mánudaginn! :P
ekki það að það sé neitt obbossla skemmtilegt þar.. en..
allavega gaman að komast eitthvert frá!

annars er ég í góðum fílíng þessa dagana..
það er búið að vera gaman í ræktinni undanfarna morgna.. hitti reglulega hana ástu.. villu.. kristinn.. og fleiri! margir morgunhanar hérna..sem og ég hef aldrei áður fyrr verið! en þetta venst..
svo er líka bara gaman að stilla sér fyrir framan imbann hérna og horfa á bíómynd á meðan maður púlar á skíðatækinu..þá líður tíminn einstaklega hratt og áður en maður veit af er maður búinn með alveg helvíti gott wörkát!

ég er að spá í að fara til thellu í kvöld.. kannski fá mér eitt stk. klippingu eða svo ;)
en bara særa'ða... ég er að safna hári líkt og vindurinn ! eins og fólk hefur kannski tekið eftir..

þriðjudagur, október 11

jiddúddamía...
þessir karlmenn hérna við hliðiná mér eru alveg að gera útaf vimmig svona hálfnaktir :P
pff...samt ekkert varið í þá.. engin bringuhár eða neitt..

ég fór aðeins í kringluna eftir eins og hálfs tíma wörkátið mitt í morgun..
kaupti mér ógilla sætan bol..sona hvítur með sona opnu blóma mynstri einhvernveginn..
3 blóma teygjur í hárið (150 kjeddl í isis! ódýrt)..lopahúfu því þasso kalt úti :P ... langaði frekar í sona alvöru íslenska frekar en einhverja tískulega sem verður kannski ekkert í tísku á næsta ári..ég hef aldrei getað fundið á mig húfu sem fer mér vel.. en þessi var eins og sniðin á mig :P og svo keypti ég engla glansmyndir sem étla líma á lausa vegginn minn og gera doldið kósý hjá borðinu við rúmið.. :P

eníveis..í dv í dag..
rosalega er lögreglan stjúpid!
þeir bara "gleymdu" að fara á eftir fanga sem strauk úr fangelsi..og hann er talinn stórhættulegur..
...búinn að vera heilan mánuð laus og liðugur bara.. að berja fyrrverandi kærustu sína og fleiri !
ok..það eru nú eflaust mjög margir þannig sem ganga víða lausir um í dag..en émeina kommon það var búið að dæma þennan klikkaðing! svo bara..æ étla fara úr fangelsi..og honum er bara gleymt..
idiots!!

mánudagur, október 10

Fór í ræccchtina í gær.. og í dag..
ákvað að hafa laugardaginn sem nammidag.. ó hvað ég át mikið af nammi :/
það var sko ekki farið á neinn annan bar nema nammibarinn..
enda er ég komin með hálfgert ógeð af bænum um helgar..
allt sama.. bleeeeehhhhhh

stubba kom til mín í síðdegisförðun á laugard. en hún var á leiðinni á árshátíð..
hún var rosa flott ;) ..sem og hún er!
en svo fékk ég lánaðan lost þátt nr. 3 hjá henni..
þetta er ekkert smááá spennandi !

ég bíð í örvæntingum alveg eftir að sjá þessa þætti!
en ég hafði það semsagt bara gott á laugardagskvöldið..
Lost þáttur.. full nammiskál.. og einn ískaldur öllari..
en ég varð svo sybbin eftir þennan bjór að ég sofnaði barasta rúmlega 22!

annars var ég að fá annað verkefni tengt förðun..
en í þetta skiptið er það aðeins öðruvísi en venjulega..
því ég á að kenna krökkum í leikhópi MH leikhúsförðun :)
méhlakkar rosa mikið til.. ég hef alltaf haft áhuga á því að kenna og nú gefst mér einmitt gott tækifæri til þess..
þar sem þetta er 20 manna hópur ! :) sennilega verða 10 og 10..
en já.. þetta er næst á dacchhsskrá..

annars er ekkert meira að frétta í bili..
ég er búin að vera laus við dusilmenni síðan síðasta dusilmennið..
bíð enn eftir að draumaprinsinn minn komi á hvíta hestinum (eða hvítu flugvélinni)

iiiii...

fimmtudagur, október 6

ég er búin að vera mjöööhööög dugleg í ræchhhtinni undanfarið..
lágmark klukkutími til einnoghálfur..
þasso fínt að hafa einkaþjálfara sem segir manni bara hva mar á að gera :P tíhíhí
svo bara gerir mar það.. og svo gerir mar næsta.. og næsta.. og áður en mar veit af er maður bara helvíti sáttur..!
2 kg í viðbót farin síðan síðast!

ef marka má veðurspá á mbl.is þá á að byrja að snjóa í næstu viku :(

annars hef ég bara verið að vinna.. fara heim.. elda.. horfa á imbann.. og láta mig dreyma um draumaprinsinn minn..
vonandi fer hann að láta sjá sig bráðum :P

ég og anna b. vorum að tala um daginn um að reyna að hafa vondufata-party bráðum..
væri það ekki ógissla gaman?? :D

annars á hún vera sæta geimvera ammli á morgun!
til hammara með ammarann !

laugardagur, október 1

gott að vera komin á bílinn aftur.. óóóójá..

eníveis..
mér hefur gengið alveg fanta vel í ræccchhhtinni..
ég hef mizzt 2 kg á einni viku!
það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer svo í næstu viku þegar ég verð vicchhtuð næst :P

en ég kíkti til thellu í gær..
við vorum að horfa á ædolið.. og já.. mikið assssskoti var þetta fyndið!!
éggetsvosvariðða...
en mér finnst snilld að palli sé einn af dómurunum..!
hann er kúl..hann fílar hrygglingsmyndir ..sem og ég geri..
hann stóð fyrir hrygglingsmyndarbíói í gærkvöldi í tjarnarbíói..þá voru víst sýndar 8mm myndir.. night of the living dead og texas chainsaw massacre..
æææ en ég missti af þessu.. :( ég ákvað að vera skynsöm og fara snemma að sofa því ég er að vinna í allan dag..
en anna b. og thella voru orðnar ansi skrautlegar þegar ég og anna s. ákváðum að yfirgefa þær..
anna b. var að missa sig með kjálkasvipinn sinn.. mér finnst það svo endalaust fyndið..!
...ahhhhhhhh




You Are 40% Weird



Normal enough to know that you're weird...

But too damn weird to do anything about it!