ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

þriðjudagur, mars 29

Jæja.. nú er ég ekki veik lengur.. búin að vera lasin í heilar 2 vikur! ég hef aldrei vitað annað eins.. nældi mér í ælupest yfir páskana líka.. afar hressandi!!

En það var gott að komast aftur í vinnuna.. vera í kringum fólk.. og massa kaffið mitt ;) mmm....

Méhlakkar svo til sumarsins.. er alveg búin að sjáða fyrir mér.. nirrá austurveddli með kaffi/bjór og sígó í góðum fílíng.. í sólbaði nirrí laugardal með krappútsjínóið góða.. að grilla fyrir utan heima í fína skjólinu.. labba niður laugaveginn í sandölum með fínu sólgleraugun mín..kíkja á kaffihús og sitja úti í sólinni og éta eikkva hressandi salat.. fara í pikknikk með stelpunum.. keyra útí sveit.. já hvað meira.. étla gera fullt skohh!

annars er ég búin að vera ansi róleg í'enni uppá síðkastið..aðallega útaf þessum veikindum.. hef ekkert djammað.. hef varla hitt fólk.. og ekkert fengið í'ana.. heh.. en samt mun ég spara mig djammlega næstu helgi.. aþþí ég ætla þarnæstu helgi að fara á nasa þegar hann Goldie


mun schpjela og þá verður sko tjúttað líkt og vindurinn sjálfur! hægri vinstri snú skal ég sko segja ykkur! Hver ætlar með ;)

þriðjudagur, mars 22

jahérna hér skal ég sko segja ykkur.. hún Anna s. (og essið hefur svo sannarlega sannað að það standi fyrir snillingur) er bara alveg að meikaða í djókinu.. ég bendi á bloggsíðuna hennar .. mjööög fyndið sem kom fyrir.. ;)
ég var einmitt að benda henni á að hafa samband við hann Snorra Hergil.. og jafnvel fara útí uppistand! ég sé það svo fyrir mér!

Annars lenti ég í því í gær að það var hringt í mig útaf Djúpu Lauginni, það var hann Helgi sem var núna í idolinu, og hann og ein stelpa komu nirrá kaffihúsið og vildu sjá mig.. svo ætlar stelpan að hafa samband vimmig í dag uppá það að gera bráðum kynningarmyndband.. ég er að spá í að fara í þetta barasta.. wæ nott :P en ég yrði þá ein af þremur stelpum.. sem er bara fínt.. annaðhvort fer ég þá á deit eða ekki.. no big díl.. kem allavega í sjómmartið :P

sunnudagur, mars 20

ójá... önnur öööömurleg vika að baki... búin að vera ógó lasin...heima..ekki að gera neitt í heila viku..alls ekki gaman..
næsta vika SKAL sko vera skemmtileg.. ég ætla að byrja í ræktinni aftur.. búin að vera í smá hléi.. og kannski ég reyni að halda áfram að vera reyklaus.. búin að vera reyklaus í viku núna.. :)

mánudagur, mars 14

Viðtalið tókst vel og þessi kona, sem missti 52 kg, átti svo sannarlega skilið að fá smá dekur hjá mér og thellu fyrir viðtalið, það voru teknar myndir af mér að farða hana, vonandi kemur allt fram sem ég vildi segja, samt aldrei að vita með þessa blaðamenn! ;)

mig langar að nýta tækifærið hérna og kúka aðeins yfir verslunarstjóra MAC deildar, því hún er mesta yfirborðskennda og ósanngjarnasta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst..!
en.. annars.. ÖÖÖöhhhhÖÖööömurleg vika að baki.. gerði mér reyndar smá glaðan dag í gær og fór að versla aðeins.. en nú virðist samt vera önnur ömurleg vika framundan.. því ég er komin með einhverja helv. hálsbólgu!


Hvað er með þessa óheppni?!?! Afhverju ákvað hún að koma til mín?! Burt með þig óheppni!! BURT SEGI ÉG!!

mánudagur, mars 7

Jæja... ég er svona aaaaðeins búin að jafna mig á pirringnum gagnvart karlmönnum... *helv...djö..fífl.. ;)*

:D

en nú er ég komin í gott skap.. ég fékk símtal frá henni Steingerði hjá Vikunni og hún vildi fá mig í það að finna manneskju sem hefur verið að æfa hérna nirrí Laugum og er búin að ná einhverjum góðum árángri.. svo fengi hún meikover og þá fæ ég að láta ljós mitt skína :D
ég er rosalega fegin að fá loksins smá umfjöllun :)
en ég er með eina konu í huga sem er alltaf að æfa hérna og rosa dugleg.. lítil krúttleg kona ..ætli hún sé ekki um svona fertugt..og búin að missa um 50 kg! annars ætla ég að spyrjast fyrir hérna og ath hverja ég gæti fengið í þetta..

ræææædíreeeiiiiiijjj :)

Snorra tókst að bjarga mér aftur um helgina.. ég var eikkva voða líflaus og í letikasti og var ekki að nenna neinu.. en ég kíkti með kallinum út í einn öllara og það var voða næs..

Ég kíkti til Karenar í gær og sá litla baddnið.. æ hva hann var sætur og lítill :) hún stendur sig barasta vel í móðurhlutverkinu.. eins og ekkert væri eðlilegra :P

föstudagur, mars 4



og fífl..aumingjar..hálfvitar..aular og bjánar.

þriðjudagur, mars 1

Komiði sæl.. hálsarnir ykkar :P

Helgin var barasta ágæt.. Stubban kíkti á mína á laugardaginn og við kítluðum strengi líkt og vindurinn.. hún er sko aldeilis að ná bassafílíngnum hún Stubba..

ætli það sé einhver Bootsy í stelpunni?? fer alveg að koma smá svona duck-múv! En svo var ég aaalein um kvöldið.. og allt í einu hringir Snorri í mig og ákveður að bjarga mér úr einmannaleikanum og fer með mig í party þar sem Stubban og Skúbbinn voru í svaka fílíng.. svo ákváðum við að kíkja nirrí bæ og fórum á vegamót.. það var bara nokkuð hressandi :) hitti fullt af classa-gellum sem voru að fara á hverfisbarinn í þrengslin.. en annars vorum við bara stutt.. og Snorri vildi ekki dansa vimmig :'(

eeníveis.. svo á sunnudaginn byrjaði ég fyrsta daginn minn í mac búðinni í debó.. ég held að ég eigi eftir að fíla mig rosa vel þarna:) rosa fínar stelpur að vinna memmér og skemmtilegt umhverfi..alveg draumur að vera í kringum allar þessar snyrtivörur og fá að leika sér eins og maður vill með þær :D ..svo var Beta, kærastan hans Nonna að byrja þarna líka.. rosa tilviljun eikkva!

en annars.. slúður daxins..
fröken fix..hún Ósk Norðfjörð var nú bara stöðvuð hérna í Laugum um daginn fyrir að vera að stelast í ræktina.. semsagt fara niður með lyftunni og sníkjast þannig inn til að fara í ræktina! Kortið hennar var víst lööngu útrunnið og hún er búin að vera að þessu í einhvern tíma! Pæliðí leim gellu! hnusss á Ósk Norðfjörð.. HNUSSS!!