ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

miðvikudagur, nóvember 30



Skáldajötunn


Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.

Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.



Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.



Hvaða tröll ert þú?
jahá! ..detti af mér allar dauðar lýs.. núna! ..ég held ég sé samt ekki með..ég lofa.

ég er enn á leikskólanum.. og það hefur verið ævintýri..
reyndar fer ég í frí eftir næstu viku.. þááá verður sko aldeilis gaman :D
búin að vinna alveg líkt og hinn eini sanni vindur..

ég fór aðeins á smá djamm með snorra um helgina.. ég hef ekki djammað í mjög langan tíma..svo að þetta var bara hressandi..ég bauð honum í saltfisk og franskar og svo slurkuðum við miklu áfengismagni í okkur og fórum á vegamót að hitta olla..
við erum búin að stofna félag sem kallast bara einfaldlega BGFÍ.
..dónt ask.. :P
en..daginn eftir í þynnkunni var ég ekki alveg sátt við kreisínessið í mér á laugardagskvöldið..ég ætla að taka mér aftur langa djamm pásu..
úff..
en til allrar hamingju..sem og mikillar hamingju var ég sett á gestalista á tónleikum Sigur Rósar á sunnudaginn sl.
Þessi hljómsveit.. er alveg mögnuð..
og þessir tónleikar voru ekkert smááááá góðir..

mánudagur, nóvember 21


...hehe

en jæja..
ég held ég sé nú ekki með lús..og skrímslið er að hverfa af andlitinu..
woohoo.. :P
þetta er nú búið að vera meira helvítið..meikaði ekki að fara útí kringlu eða neitt..!

en ég kíkti með önnu s. í bíó í gær að sjá the excorsism of emily rose..
fanta góð mynd..fanta segi ég!
mér brá doldið í nokkrum atriðum..sem og önnu líka tók ég eftir!

nú sit ég hér í vinnunni minni..
eitt það mest pirrandi sem mér finnst, er þegar hinar stelpurnar hérna klikk klakkast hérna um á hælaskóm..það heyrist þvílíkt alveg langar leiðir! *KLIKKKK KLAKKKKKK*

..ég þoli ekki hælaskó..

miðvikudagur, nóvember 16

úff hvað mér líður eins og skessu í dag!

í morgun fann ég, sem ég og sá, að ég væri komin með einhver útbrot á kinninni..
eitt stk. frunsu á vörina..
og ekki nóg með það..
þegar ég mætti á leikskólann (já..ég er s.s. byrjuð að vinna hálfan daginn á leikskóla:) ..þá kom ein fóstran með lúsasprey og spreyjaði í hárið mitt..því einn krakkinn hafði fengið lús..
:(
ég meika ekki að fá lús.. ó boj ó boj!
en..já.. ég fer ekki útúr húsi ef ég verð svona áfram.. jiminn eini sko..
eins gott að það sé meira en mánuður í "suma" .. ég skána vonandi eikkva í millitíðinni :/

mánudagur, nóvember 14

var að skoða mig um á b2.is ..rakst á doldið undarlegt..
t.d. þetta
kjúllahaus sem fannst í kentökkí kjúlla boxi! ííúúú
en svo annað..
takið eftir því sem stendur efst .. ég hélt að ég væri sú EINA sanna?! ;P

miðvikudagur, nóvember 9

jááá svei mér þá..
ég er bara engan veginn að nenna að blogga!
mér finnst bara skemmtilegast að lesa hvað aðrir hafa að segja..
:P
iiii...

eníveis..
ég er búin að vera að vinna slatta..fram á kvöld..þetta er bara fínt hérna í gömlu vinnunni.. :)
svo hef ég kíkt í ræchtina líka..sem og ég geri..en núna langar mig að fara að byrja að skauta aftur..það væri gaman ef einhver væri til í að kíka memmér einn góðan vetrardag :P
nú svo er ég byrjuð að mála aftur.. byrjuð á þremur myndum.. heelvíti gott.. á 2 eftir sem ég ætla að klára fyrir jól..
étla kíkja til Önnu B. á föstudaginn og horfa á ædolið þar, nú fylgist ég með nágrannanum mínum söng-glaða sem er kominn ágætlega langt í þessu..ég held að honum eigi eftir að ganga vel því hann syngur bara og syngur alla daga.. En Anna B. og Bóbbí eru flutt í rosa flotta íbúð í Árbænum, Önnurnar kenndar við B og S stikk túgeðer og búa nálægt hvor annarri núna :P

en talandi um Önnu S, þá ég vil óska henni innila til ham með am!