ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

mánudagur, janúar 30

nú er ég bara aftur alein :(
ást-ralinn minn fór frá mér í gær og er núna langt langt í burtu..
en við skemmtum okkur rosa vel á meðan hann var hérna..
hann kynntist fjölskyldu minni og honum leið eins og hann væri partur af henni..
við fórum á þingvelli, gullfoss og geysi (þar sem hann rakst m.a. á skólasystur sína! hverjar eru líkurnar sko..)
ég sýndi honum djammið líka..honum leist ekkert á hversu grimmt og leiðinlegt fólk getur orðið! en einnig fékk hann að kynnast vinum mínum sem hann fílar í tætlur og á eftir að sakna mikið.

en lífið heldur áfram..
ég er á kafi í vinnu út febrúar og mars þannig að þessi tími verður fljótur að líða..

Stubba átti ammli um helgina og ég vil senda henni innilegar ammliskveðjur héðan úr þrengslunum!

fimmtudagur, janúar 26

oooog núna enginn snjór..
veeeiiiiii!
mikið fokking var!

ébbúna vera soldið leið þessa sl. daga því ást-ralinn minn er að yfirgefa skerið á sunnudaginn :(
en ég get glatt mig yfir því að ég á eftir að hitta hann aftur og hann vill hitta mig. Hvar sem það verður í heiminum þá finnum við lausn.
Þett'er búið að vera algjört ævintýri..
og bókin verður ekki lokuð strax ;)

við kíktum til önnu s. í gær og þar voru anna b. og róbert líka ..
þetta var mjög skemmtilegt því ég og anna s. vorum báðar með kallana okkar, sem hefur aldrei gerst áður! (anna b. alltaf með kæró en aldrei við :/)

en í kvöld fer ég til brósa, sem by the way vann í gær íslensk tónlistarverðlaun fyrir plötu umslag Sigur Rósar! vúhú til ham!

þriðjudagur, janúar 17


Já, snjórinn er aldeilis búinn að yfirtaka allt og alla þessa dagana..
annars finnst mér það mjög kósý og mun skárra en rigning og grátt veður..
einnig er ég hrifin af því hvernig himininn virðist bleikur stundum þegar það snjóar á kvöldin..
Chris hefur gaman af því að fylgjast með veðrinu, og hefur það verið stundum fyrsta subject-ið þegar hann byrjar að tala við fólk.. erhm..,
en við höfum reyndar ekkert komist útúr borginni þar sem ég er enn á s****dekkjum og bíllinn hans pabba var að bila..svo að..ég er að spá í að reyna að komast allavega í bláa lónið um helgina..og svo kannski senda hann með rútu í smá hópferð að sjá gullfoss og geysir..vonandi tekst það..

En við kíktum á smá djamm síðustu helgi með Snorra, Olla og Unnari á Reccccchhhss, Guðrún brá sér með í för og það var bara rosa gaman hjá okkur.
Chris lenti í því að það var stelpa sem settist næstum oná hann (eða bara ansi þétt við hann) og hann skildi bara ekkert í þessu, rétti hún honum símann sinn en hann forðaði sér bara og fór á barinn! ég held að hún hafi viljað fá númerið hans.. en.. jiminn.. það er kannski lágmark að segja eikkva í staðinn fyrir að rétta manni símann bara! annars varð ég ekkert fúl því hann forðaði sér frá þessari beyglu.
Honum finnst íslenskar stelpur doldið weird :/

fimmtudagur, janúar 12

Your Birthdate: February 19

You are resilient, and no doubt your resilience has already been tested.
You've had some difficult experiences in your life, but you are wise from them.
Having had to grow up quickly, you tend to discount the advice of others.
You tend to be a loner, having learned that the only person you can depend on is yourself.

Your strength: Well developed stability and confidence

Your weakness: Suspicion of others

Your power color: Eggplant

Your power symbol: Spade

Your power month: October

habbarasonna..
ég tók nokkur önnur svona test... (leiðist pínu;)

You Should Get a MFA (Masters of Fine Arts)

You're a blooming artistic talent, even if you aren't quite convinced.
You'd make an incredible artist, photographer, or film maker.


You Are a Glam Rocker!

You put the "show" in rock show with your larger than life self.
No doubt, you are all about making good music...
But what really gets you going is having an over the top show.
Glitter, costumes, and wild hair are your thing - with some rock thrown in!

mánudagur, janúar 9

Hva hva ..hva.. allt að verða vitlaust??

ég er nú bara búin að vera mjööög upptekin þannig að ég hef ekki haft tíma til að blogga :P tíhíh ;) en gott er að vita að þið saknið mín :)
(btw hver er doddi?)

erhm, jæja..
jólin voru góð..róleg..mikið étið..mikið sofið..mikið talað..
áramótin voru ótrúlega skemmtileg..ég fór með hann chris til ísaks brósa í mat og við fengum þar hvorki meira né minna en hreindýr í matinn..mmm hva það var gott!
síðan fórum við að skjóta nirrá hallgrímskirkju, það var nú meira brjálæðið! við vorum beisikklí inní öllum flugeldunum! allskonar drasl hrundi niður á okkur..en þetta var ótrúlega skemmtileg stemning..og hann bara.."váááááá" eins og lítill krakki :P hann hefur aldrei séð svona áður..

en annars höfum við verið að braddla ýmislegt bara..
kvöldverðirnir hafa ekki verið af verri endanum því hann er jú svo klár að elda fyrir mig :P
svo höfum við verið að dvd'ast doldið..kaffihúsast doldið..heimsækjast doldið..og svona ýmislegt..
við ætluðum að reyna að fara austur til júlíönu síðustu helgi en veðrið vildi ekki leyfa okkur það og svo flæddi víst yfir veg eða brú á leiðinni svo að umferðin hefði heldur ekki orðið skemmtileg.. :( sorry júlíana :(, en við reynum okkar besta að gera aðra tilraun því mig langar svo að sýna honum þennan hluta landsins.
enívei..anna b. var að koma heim í gær.. veeeiii! vonandi fáum við að hitta hana í kvöld..það verður sko lítið annað gert næstu helgi en búið til sushi..það skulum við sko átta okkur á!