ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

þriðjudagur, september 25

Kíti aðeins heim!


þriðjudagur, september 4

Ein ég sit í myrkri því engir lampar eru hér í nýja húsi settsins, ég er búin að vera hér núna í 5 daga að þræla með málningar pensilinn því herbergin eru flest skær bleik, græn sem og blá á litinn og ég gat ekki hugsað mér að fara héðan án þess að mála allt HVÍTT :P annars hef ég fleira gert á þessum 5 dögum, m.a. sett saman húsgögn og verið mjög handlæg og dugleg.
Einnig hef ég verið kjáni og misst símann minn oní málningardoddluna :/ erhm.....
það var ekki gaman....
en bara pínu fyndið....

Mér finnst æðislegt hvað danir eru alltaf að misskilja hvorn annan. Sem og mig!
haha!
Þó ég tali með mesta flöde akksent dauðans þá eiga þeir erfitt með að skilja sumt sem ég segi, ef ég tala of skýrt þá fer allt til helvede...
Ég átti skemmtilega samræðu með Katrine vinkonu minni, ég var að segja henni frá Laugum í laugardal, þar sem ég farðaði stundum í Spa-inu, og ég talaði um spa...og hún sagði inná milli setninganna "..bíddu..spa? hvað er gert þar? já er það svona þar sem maður fær afslátt..eins og á gosh eða eikkva?" og var ekki að skilja hvað ég átti við með Spa, þó ég sagði að á Spa gæti maður farið í andlitsmeðhöndlun, fótasnyrtingu ofl..henni fannst þetta eikkva ruglingslegt, því allan tímann hélt Katrine að ég væri að tala um búð sem heitir SPAR! (þið vitið..eins og Bónus) og þá byrjaði ég að deyja úr hlátri þegar hún sagði..."óó þú meinar speeeeeeeh!" ...svipað og þegar ég lenti í "kan du lave en hund??" sem þýðir "geturu tekið hundrað yfir á kortinu" ..eða.."jeg skal bede om en aspargussuppe" sem þýðir reyndar "ég vil biðja um einn espresso".
Já það er sko mikið um misskilning :D

Annars kom gamall vinur pabba (+ eiginkona) í heimsokn til þeirra um helgina, þau voru að koma með Norrænu, gistu í eina nótt og ákváðu að halda áfram ferðinni því við vorum nottla í flutningsstússi akkúrat á þessum tíma, svo ég bauð þeim að gista í nokkrar nætur í íbúðinni minni og lét Chris vita að þau væru að koma, en þá var chris ekki heima því hann var að vinna og Line sem býr með okkur var að fara út og þurfti að bíða eftir þeim til að opna fyrir þeim..alveg týpískt að þetta yrði stress, en allt í góðu, svo kemur Chris heim, þá eru þau búin að færa rúmið til í herberginu okkar og koma sér fyrir, Chris átti að sofa inní stofu á dýnu, og vinur pabba var bara röltandi um á nærbuxunum! Aldeilis hvað fólk er heimilislegt, en Chris nottla ekki þessu vanur og varð doldið pirraður ..erhm.. þannig að ég veit ekki hversu lengi ég "sit uppi" með þau...en þannig er nú það..

Eniveis..

Ég þarf á klóið..

Skrifa meira seinna..

Tjaó:D