ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

fimmtudagur, júlí 14

ég er svo leið þessa dagana..
ég er búin að vera að lesa mig til og senda fyrirspurnir hingað og þangað um hvernig maður fer að því að vinna sem meikupp artisti útí L.A.
það virðist vera doldið mikið vesen..
maður þarf að fara í eitthvað Union og/eða verða aðstoðarmaður einhvers annars meikupp artista og fá þá sennilega ekkert borgað á meðan og vonast til þess að sú manneskja taki mann einhvern daginn undir væng sinn og þjálfar mann. ef maður vinnur freelance hefur maður engan rétt á tryggingum og svo er mikil hætta á því að einhver svíki mann launum osfrv.

þetta er einum of mikið vesen fyrir mig og varla hægt, þar sem ég er ekki einu sinni með atvinnuleyfi eða visa leyfi eða neitt.
ég ætla samt ekki að gefast upp.. það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert svo að draumur minn rætist einhvernveginn.
ég ætla að komast út og fá mér vinnu við eitthvað einhvernveginn til að byrja með því ég get hreinlega ekki hætt að hugsa um hvað mig langar rosalega að fara aftur út og vera þarna.

en þannig er ég bara.. sækist oft eftir því sem ekki er hægt að fá..
uhuh :P