ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

miðvikudagur, júlí 13

hádí hó fólks

ég er komin heim.. eins og þið flest öll eruð með á hreinu kannski..
kaffimessan á fullu eins og venjulega..

en rosalega mikið langar mig aftur út.. það var svo gaman.. og mér leið svo vel þarna.. sérstaklega á ströndinni og bara í góða veðrinu (dónt wörrí ég er ekki að eltast við neina kauða þarna ! :P )
..en ég hef eiginlega ekki getað verið með fæturnar né heilann á jörðinni síðan ég kom tilbaka..
ég er strax byrjuð að plana næstu ferð.. en þá hyxt ég vera lengur..
um að gera að njóta lífsins á meðan maður getur!

mig langar að benda ykkur á myndasíðu5 hjá Viggu, ógó fyndnar myndir af okkur síðan um helgina.
vigga dró mig á papa ball á players það kvöld.. já..erhm :P
en það var rosa stuð og ég flippaði vel yfir mig það kvöld.

ég var bara róleg í gær.. kíkti með snorra á peðsu hött og við fengum okkur sitthvora lillupeðsu.. en snorri fékk sér að vísu stangir sem kenndar eru við brauð fyrst svo að hann varð doldið saddur af þeim.. en ég manaði hann að spyrja afgreiðslustelpuna um "peðsudoddlu" til að setja peðsusneiðarnar 2 í.. en hann þorði því ekki.. þannig að ég fór og bað um bochs því maður tímir nú ekki að skilja eftir peðsö á þessum stað.. nú jæja svo fórum við að glápa á eina ræmu og átum nammi líkt og aldrei fyrr.

ooooooog ég vil líka benda á nýjasta 27. tlb. Vikunnar.. þar er (aftur) smá bjútí tips frá mér og mynd af mér.. líka viðtal við Thellu systir.. reyndar brá mér þegar ég sá annað viðtal við eina myglaða beyglu "!¿/#$?ƒ....en förum ekki nánar útí það.
já, svo er líka viðtal við Birgittu, systir Karenar, þvílík skemmtileg tilviljun þar á ferð :P