ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

laugardagur, desember 11

Ég fór á tónleika í gær með henni Siggu, Karen var memmér og hann Njáll var líka:) .. það voru s.s. útgáfutónleikar Santiago, þetta voru alveg frábærir tónleikar og Sigga söng ekkert smá vel.. fékk alveg gæsahúð!

en svo eftir tónleikana fór ég með Siggu og þeim á Rosenberg.. en nenntum ekki að vera lengi þar svo að við fórum á Hressó.....kemur á óvart :P
en svo hitti ég allskonar fólk og það var obbossla gaman.. hitti m.a. nokkra breta sem eru í einhverri breskri hljónst.. maniggi hva hún heitir...hmm... en ég var allavega að spjalla lengi við bassaleikarann og þeir vildu fá mig með að sýna þeim einhverja kúl staði.. en managerinn þeirra vildi að þeir færu snemma heim á hótelið því þeir voru víst að fara í myndatöku snemma í morgun. En við röltuðum áleiðis niðreftir og þeir vildu fara inná næsta stað að fá sér einn bjór.. og sá staður var Victor..mesti trailor trash staður fyrir utan Smelly's.. og ég sagði þeim það en þeir vildu samt fara þangað inn til að sjá þetta skrýtna lið.. ég fór svo að segja þeim frá ísl. orðatiltökum og þýddi nokkur yfir á ensku og það fannst þeim mjöög fyndið...