ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

þriðjudagur, janúar 17


Já, snjórinn er aldeilis búinn að yfirtaka allt og alla þessa dagana..
annars finnst mér það mjög kósý og mun skárra en rigning og grátt veður..
einnig er ég hrifin af því hvernig himininn virðist bleikur stundum þegar það snjóar á kvöldin..
Chris hefur gaman af því að fylgjast með veðrinu, og hefur það verið stundum fyrsta subject-ið þegar hann byrjar að tala við fólk.. erhm..,
en við höfum reyndar ekkert komist útúr borginni þar sem ég er enn á s****dekkjum og bíllinn hans pabba var að bila..svo að..ég er að spá í að reyna að komast allavega í bláa lónið um helgina..og svo kannski senda hann með rútu í smá hópferð að sjá gullfoss og geysir..vonandi tekst það..

En við kíktum á smá djamm síðustu helgi með Snorra, Olla og Unnari á Reccccchhhss, Guðrún brá sér með í för og það var bara rosa gaman hjá okkur.
Chris lenti í því að það var stelpa sem settist næstum oná hann (eða bara ansi þétt við hann) og hann skildi bara ekkert í þessu, rétti hún honum símann sinn en hann forðaði sér bara og fór á barinn! ég held að hún hafi viljað fá númerið hans.. en.. jiminn.. það er kannski lágmark að segja eikkva í staðinn fyrir að rétta manni símann bara! annars varð ég ekkert fúl því hann forðaði sér frá þessari beyglu.
Honum finnst íslenskar stelpur doldið weird :/