Ég verð stundum bara orðlaus yfir því hvað sumir kúnnar hérna geta verið van..
það er t.d. ein kona sem kemur oft og biður um einn "kappatínó"...erhm..en..hún virðist samt halda að hún hafi meira vit á kaffigerð heldur en ég (þó að hún kunni ekki einu sinni að bera rétt fram Capucino).. því hún spurði mig um daginn afhverju ég blandaði mjólkinni svona við kaffið.... Það á að gera þetta svona helv. beyglan þín!!! ég meina.. átti ég að láta hana hafa kaffið og mjólkina í sitthvoru lagi??
Svo er önnur kona sem kemur á barinn BARA til þess að nöldra og setja útá allt.. spyrja afhverju við gerum svona.. en ekki hinseginn.. og afhverju við erum með þetta en ekki eitthvað annað.. þú'st.. farðu eitthvert annað nöldurskjóðan þín!!!! ég get orðið svooo pirruð þegar þessi kellliiiinngg kemur..
en svona fólk er víst víða.. ég er fegin að vera ekki ein af þeim!!
Annars brá mér doldið áðan þegar Helgi minn X kemur á barinn og heilsar mér.. þá var hann að fara í klippingu til Thellu. Hann giftir sig 11. júní og verður svo pabbi í byrjun okt. sem þýðir að eitt stk. vog er á leiðinni.
EEeeeeníveis.. það var stuð hjá Önnu B. í gær.. mér var boðið uppá ljúffengan kjúllatortilla og svo var horft á júróvisjon forkeppnina.. ég verð nú að segja að dansinn hennar selmu var ekkert spes.. og þegar þær lágu þarna á gólfinu eins og veiklegir fiskar.. njeee.. lagið átti samt algjörlega heima í keppninni frekar en mörg önnur lög þarna sem voru sum alveg horror.. en við ætlum bara að halda með Norge! Heia Norge segjum við!!
Splatterinn gekk líka vel en ég náði bara að gera smá á Önnu S. og Róbert..
meira á leiðinni á næstunni í næstu splatter heimsókn.
Annars er ég bara svo endalaust glöð þessa dagana.. búin að vera með pálmatré í augunum og bráðum blasir við gömul æskuslóð...rææræræææææ ;)
<< Home