ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

fimmtudagur, mars 23

Það er ekkert svo skrítið að vera flutt inn til Thellu..
nema svona já þið vitið hvað..

En nú er Skatan með lungnabólgu og Thella orðin veik líka með einhverja kinnholsbólgu og ég veit ekki hvað og hvað..
ég fékk einhverja helv. magapest örugglega frá Abelu í gær en er orðin ok í dag samt sem betur fer..og Ísidór virðist vera ónæmur fyrir öllum þessum veikindum..
Ég ákvað því því að fara bara beint úr vinnu í dag og ná í hann og við ætlum saman í ísbúðina ;)

Helgin mun verða ágæt held ég bara..
Á morgun fer ég í mitt langþráða nudd..fann einn nuddara rétt hjá mér..vona að hann sé ekki pervert :/ ég lenti reyndar í því nýlega að fá óvænt sms frá nuddara (örugglega yfir fertugt) sem kom oft að kaupa kaffi hjá mér í denn..en ekki veit ég hvar hann fann síma nr. mitt (þar sem hann þekkti mig bara sem Unni), hvað þá hvernig hann vissi af því að ég átti afmæli! Stolkerar útum allt sko..úffameg..

En á laugardaginn er ég að fara í kolaportið með hann Ísidór og nýja vin hans, Victor.. Thella er að fara að selja drasl með vinnufélögum frá leikskólanum því þau eru að safna fyrir utanlandsferð.
Svo seinnipartinn fer ég í smá teiti með tjeddlingunum úr vinnunni minni..ein er að bjóða okkur heim til sín..það verður gaman að sjá þær í góðum fílíng annarsstaðar en í vinnunni, þó þær séu nú ávallt hlæjandi útí eitt hérna alla daga..

já..þannig er nú það..

en ég segi þá bara góða helgi á 6 tungumálum, god weekend, Heb een aardig weekend, Abbia una fine settimana piacevole, Haben Sie ein nettes Wochenende, Ayez un week-end agréable, Tenga un fin de semana agradable.