ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

miðvikudagur, september 21

ég fór til tannsa í dag..
Dejjöööfffuddl er dýrt að láta laga í sér beyglurnar..
og ég mætti í vinnuna alveg dofin öðru megin í andlitinu og öll skökk útaf deyfingunni :P en það var bara fyndið.. þegar ég var að borða líka.. alveg eins og slafrandi fatlaðingur.. hehe..

jæja, ef einhver hefur lesið bloggið hennar Stubbu í dag.. þá má sjá að hún er að klukka fólk hér og þar eins og klikkaðingur ;) ...iiiii...
þannig ég er bara klukkuð eins og bara ég veit ekki hvað! :P haa!

en ok..
klukkíklukkí...

fyrsta klukkun:
ég get ekki látið mér líða vel heima hjá mér nema ég sé búin að strjúka rykmoppunni yfir gólfið og að flest sé hreint.. get verið doldið extreme stundum! ..erhm..

önnur klukkun:
stundum þegar ég var lítil..kannski 4..5 ára.. að keyra með mömmu og pabba.. þá hvíslaði ég eikkva bull svo að þau myndu halda að það væri einhver annar afturí..og ég man eins og það hefði gerst í gær þegar mamma spurði mig "ertu að tala við einhvern þarna?"

þriðja klukkun:
ég get verið alveg óhemju sparsöm.. ég kaupi mér aldrei búðarpoka..nota bara gamla sem ég hef fengið annarsstaðar..
nýti allt sem ég get t.d. við matargerð.. sama þó það sé kannski ný útrunnið..og ef eikkva er ódýrara annarsstaðar þá fer ég frekar þangað þó ég sé í annari búð að versla!


fjórða klukkun:
ég get verið mjög ímyndunarveik og ofurbjartsýn.

fimmta klukkun:
get dundað mér við sama hlutinn aftur og aftur tímunum saman..

já nú vitiði það..
og ég ætla að klukka hana önnu s. líka, sem og bara þá hina sem blogga.. en þeir eru fáir eftir..