ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

fimmtudagur, júní 2

haldiði ekki bara að mín sé orðin blond ;) eða sona allavega mikið í áttina..
svo fór ég í brúnkusprey inná snyrtistofunni í dag..
stúlkan spreyjaði mig með einhverju apparati sem virtist vera einhverskonar vindbyssa.. hehe iidjok (airbrush) ég hef aldrei áður prufað neitt þessu líkt.. en ég held að ég fari bara næst í nokkra ljósatíma, því ég stóð þarna inní herberginu bara á lambatúttunum á meðan hún spreyjaði á mig! erhm..

annars er doldið síðan ég bloggaði síðast.. svo að mér finnst við hæfi að segja frá hvernig þessi vika hefur verið..
En já, vikan hefur sumsé bara verið hin rólegasta.. ég hef komist að því að ég á mér ekkert líf um þessar mundir þegar buddan mín segir mér að ég megi ekki gera eitt eða neitt.. en ég mætti í vinnu í gær kl. 8 um morguninn og svo kom anna b. að leysa mig af kl. 13, en ekki fór ég heim..heldur var ég hérna niðurfrá til hálf 9 um kvöldið.. fór í strípur.. fór aðeins út í smók..og fór svo upp að borða með mömmu um kvöldið.. dííííí!!

síðasta helgi var reyndar doldið kreisí..þá voru 4 bókaðar á mig í förðun.. þ.á.m. Selma sem er vinkona Jóhönnu mágkonu/frænku sem var að fara að gifta sig. Eftir það voru 2 mæðgur í förðun hjá mér nirrí Laugum, þær voru sko ekkert lítið geðbilaðar.. ég hef aldrei kynnst öðrum eins nojuðum mæðgum á ævinni.. mamman kvartaði undan öllu, bílastæðunum, mjöðminni, hva hún væri sýklahrædd.. og þ.a.l. mátti ég varla koma við hana..úff úff segi ég..
En um kvöldið var öllum á koffein og pönk boðið á leikritið Múlan Rús, mjög skemmtileg sýning..svo fórum við allar skvísurnar á kúltúru og fengum okkur í nokkrar tær.. rærærææ.. :P