Ég fékk skemmtilegt, en mjög óvænt símtal í hádeginu í dag..
þá var það hann Eyvindur kunningi minn að ath hvort ég vildi ekki koma í þáttinn hans og Huga, Jing Jang, algjör rugl spurningaþáttur...en ég var semsagt í liði með einni mestu ljósku sem ég hef á ævinni hitt... algjör barbí kreisíness..og ég held að ég hafi aldeilis litið út eins og belja með melónuhaus við hliðiná henni! en þetta var samt ágætis kynning fyrir mig þar sem að þeir minntust á það að ég væri brellu förðunarfræðingur... annars er ég nú ekki vön sjónvarpsstjarna svo að ég fraus aðeins þarna.. og náði að svara einni spurningu rétt.. :D woohooo! en þá var nú aldeilis fagnað þegar að því kom.. en strákarnir rústuðu okkur samt.. með 300 krónum ! en þetta var nú samt bara saklaus flipp og hvet ég alla til að sjá þetta í kvöld á Popp Tívi kl. 22. (....held ég alveg örugglega...)
<< Home