ÞRENGSLIN

..jáá hemmi minn!

mánudagur, október 18

jæja nú eru jólin bara komin... snjórinn ákvað að skella sér yfir landið í nótt og ég fékk lítinn svefnfrið fyrir elsu því hún var eins og kreisí að vaða inn og útum gluggann og hlaupa yfir mig ..hún varð nebbla ekkert smá æst þegar hún sá að snjórinn var kominn.. ekki gaman að vakna við snjókomu á mánudegi og kuldi frá helvíti læddist inn um gluggann minn og beint á tásurnar :(
en ég vaknaði sjálfkrafa kl. 11.30 og bara.. "aahhh!! pallatími eftir 30min!!" og dreif mig á fætur, í eróbikk gallann og út í þennan skíííítakulda. pallatíminn var frekar erfiður en maður massaði þetta sko aldeilis .. fjúúúúúffff sko...
svo fór ég í vinnuna og anna s. kom í kaffi til mín..það var nú gaman!